Monday, October 15, 2007

strandarbaer, landslag og klam,,,

,,, eins og gloggir lesendur hafa liklega tekid eftir i aesispennandi dramasogunni ''tveir ferdalangar i mid-austurlondum'', ta hefur onnur adalpersonar farid mjog nakvaemt ut i magakveisu hinnar og tvi otarft ad dreypa frekar a tvi mali, en ma to baeta vid: su persona er ordin fin nuna!

leidin fra amman til aqaba var i fyrstu ad mestu leiti hvit audn, orfaar hrislur, geitur, kameldyr og stoku sinnum matti lita bedouin-karla - tvi var mp3 spilarinn skrufadur i botn og augnlokin latin falla. tegar sunnar var komid toku aftur a moti til vid a risa fjoll - falleg form, sterkir litir, dalir og stor myndarleg graen tre sem virtust to omogulega geta nad ser vatn. vid komum til aqaba ad solsetri - borgin komu okkur strax fyrir sjonir sem falleg, myndarlegir palmar en obaerilegur hiti. ramadan var ad klarast og gledin tvi ostjornleg - mikid sjonarspil. sama er to ekki haegt ad segja um hotelherbergid ta nottina - mjog takmorkud gledi med bilada loftraestingu sem og lysingu - ekkert sjonarspil. vid vokndum to daginn eftir, vitandi tad ad naesta nott (sem yrdi a odru hoteli i sama bae) myndi verda hreinn unadar - endurordum, hreinn munadur. seinni dagurinn for i ad virda fyrir ser skrautlega og litrika hitabeltisfiska og liggja strondinni og lesa murakami undir solhlif - difa tanum adeins i sjoinn.

to svo ad orlitill vandraedagangur hafi verid a okkur med naesta vidkomustad ta heldum vid plani, slepptum wadi rum og forum til petra. hotelid tar var ekki beinlinis listverk, og tad var sma kloaklykt a herberginu okkar - en eigendurnir voru frabaerir. tetta var sumse fjolskyldu fyrirtaeki, pabbi, tveir synir, brodursonur og einn syrlenskur fyr sem taladi enga ensku ad utanskildu: ''ahh, okey, no problem, no problem''. sama hvert spurt var, avallt: ''ahh, okey, no problem, no problem''. vid eyddum teim degi i afsloppun - i raun tad sama og vid hofdum gert sidustu eina og halfa vikuna. spjolludum vid eigendurna, tvaer irskar stelpur og eric (sem sidar vard ferdafelagi okkar um petra-svaedid).

tad var vaknad snemma naesta morgun - hakkad i sig arabiskan morgunmat og brunad til petra. solin nyrisinn og, hversu kjanalega sem tad mun nu hljoma, ta hafdi dagurinn aldrei verid ferskari. til ad gera langa sogu stutta, ta tvaeldumst vid um tetta magnada svaedi i 10 tima. forum upp haedir og kletta, nidur gyl og upp a toppa - horfdum yfir tugkilometra radius af einstoku eydimerkurlandslagi, brjalaedislegt utsyni yfir oll tessi fjoll, alla tessa kletta svo undarlega i laginu - ur tusund metra haed. tad omogulegt ad lysa tessu - myndir segi ekki einu sinni nog. fyrir utan tetta eru undraverd mannvirki ut um allt - heilu husin, med utskornum sulum, veggmyndum og gluggum hogginn inn i fjollin og klettana. vid ridum upp bratta stiga a osnum og tegar eydimorkin taemdist to forum vid a kameldyri til baka. an efa besti dagur ferdarinnar - an efa einn af tessum dogum sem munu ofsaekja mann sjalfan i framtidinni.

i dag snerum vid til baka til amman. ferdin var lika anaegjuleg - las murakami, rutur med tusund og eina nott - god tonlist i eyrunum. forum upp a citadel haedina i amman tegar vid vorum bunir a skra okkur inn og hotelid og endum svo i bio - sem var algjort bio! sumse, semsagt, vid naum ad plata herramennina sem raku bioid til tess ad syna die hard 4 fyrir okkur klukkan 8 (og nota bene, tad kostadi taepar hundrad kronur - ekki 900). tegar vid komum er gomul togul og mjog listraen mynd i gangi og orfaar hraedur i salnum. vid spyrjumst fyrir og faum tad svar ad bida i 10 minutur, ta; ''action!''. 10 minutur lida, rutur verdur otreyjufullur og kikir inn i salinn, kallar svo fram; ''gummi! tad er klam i gangi''. klamsyningin tok um korter - til ad hafa tad a hreinu tad drukkum vid miranda-gos og spjolludum vid illskiljanlegan jordana a medan syningunni stod. sidar, action! myndir rullar i, a ad giska, klukkutima med tilheyrandi sprengingum og hurrandi spennu tar til allt slokknar. vid vitum fatt i okkar haus um hvad er i gangi, hinkrum to - ny klammynd sett i taekid! vid rukum ut, fengum endurgreitt og klarudum myndina a hotelinu, hun var her a dvd. reyndar kemur to i ljos tegar vid segjum ahmad (herranum a hotelin) fra tessu, ta tidkast tetta vist i tessu kvikmyndahusi - ekki auglysingar i hleum - neij, tad er groft klam.

i naesta kafla; daudahafid, jerash og aftur til syrlands.

gum.