Monday, October 1, 2007

fyrsti október er,,,

,,, fyrsti dagurinn í mínu ferðalagi. Það hringdi eitthver snillingur í símann minn klukkan tvö í nótt, og eftir það hef ég ekki getað sofnað - nú er klukkan hálf fimm. Það fer að koma að því að mamma vakni, risti sér brauð og keyri mig út á BSÍ - ég ákvað að vera ekkert að þræla henni ut á völl og tek því bara flugrútuna. En ekki nóg með að vera bara ósofinn, þá er ég líka með dúndrandi hausverk eftir kampavínið, sem systir mín kom með til þess að fagna með mér, nýútsprungna bólu við hliðina á nefinu og 2. stigs hálsríg. Aftur á móti eru góðar líkur á því að ég detti útaf í flugvélinni ef ég drekk tvo bjóra í fríhöfninni (snjallt bragð, sjáðu til), að bóla hverfi og hálsrígurinn falli amk niður um eitt stig, ef svo má segja - sennilega mun ég þó vakna með hausverk vegna bjórsins. Á tossalistanum fyrir Leif eru; karton af sígarettum, íslensk nammi, flaska af viskí, geisladiskur og lambalæri! Eftir sex tíma lendi ég svo með góssið í rigningunni sem spáð er í París,,

á eftir að sakna ykkar!
ást, gmu.