Saturday, September 8, 2007

Sýrlendingar í stuði,,,

,,, eða hitt svo heldur. Þeir segja að Ísraelar hafi flogið herflugvélum sýnum yfir landið og skilið eftir vopnasendingu í N-hluta Sýrlands, nærri landamærum Tyrklands. Það er sumsé töluverð spenna á milli landanna og möguleiki á að átök brjótist út, þar sem að Sýrlendingar eru alveg brjál. Ég veit satt að segja ekki hvort mér líst á að vera að ferðast um land þar sem er stríðsástand - það er að segja ef að því kemur. Við þurfum að skoða þetta allt saman, erum samt búnir að bóka miðanna svo að ef við förum ekki til Sýrlands, þá gæti þetta reynst dýrkeypt!

Ég var ekki búinn að segja móður minni frá þessu, einfaldlega af hræðslu við að gera út af við hana - en svo sá hún þetta í fréttum í dag, og liggur á gjörsælu (samt ekki),

Húrra fyrir Mið-Austurlöndum!
Gummi,