Thursday, August 16, 2007

Staða undirbúnings uppfærð,,,

Nú ert allt að gerast; er verið að vinna í að bóka síðustu flugmiðana, skipta um gjaldmiðil vegna hruni krónunnar, fá loks upp í hendurnar vegabréfsáritun til Sýrlands og verið að punga út tugþúsundum í bólusetningar. Rútur þurfti að greiða tæpan þrjátíuþúsundkarl fyrir sitt - og ég bíð bara með hjartað í buxunum eftir að lyfin lendi á seyðisfirði, þá dreg ég upp budduna og rölti svo út af heilsugæslunni með auma og bólgna hend eftir 7 sprautustungur, eða svo. Það eru að koma inn allskonar útgjöld sem ekki var gert ráð fyrir; flækir dæmið, en gerir það svo sennilega ánægjulegra á endanum.

Húrra fyrir malaríu!
Gummi.